(H)art í bak-á 10 tímum

(H)art í bak-á 10 tímum.

Sýnt í æfingarými Vér Morðingja, gömlu Billiardstofunni, Vitastíg milli kl. 11-21.

 

Leikhópurinn Vér Morðingjar kynna einstakan leikhúsviðburð, þar sem þeir ætla að setja upp íslenska klassík, Hart í bak e. Jökul Jakobsson, á einungis 10 klukkutímum. Leikararnir munu frumlesa verkið, æfa það, smíða leikmynd og velja búninga á þessum 10 tímum.Verkið verður lesið og æft stanslaust þar til tímamörkunum er náð. Um er að ræða tilraun til uppsetningar þar sem reynt er á þanþol leikhússins og möguleika þess, þar sem ferlið er sjálf sýningin. Áhorfendum er frjálst að koma og fara eins og þeim sýninst, og er aðgangseyrir enginn.

Sýningin fer fram sunnudaginn 9. mars, milli kl. 11-21, í gömlu Billiardstofunni á Vitastíg, en þess má geta að þetta er fyrsta sýningin í nýju æfingarými Vér Morðingja.

 

Leikendur eru Vignir Rafn Valþórsson, Hannes Óli Ágústsson, Dóra Jóhannsdóttir, Karl Ágúst Þorbergsson, Anna Svava Knútsdóttir, Símon Birgisson, Bjartur Guðmundsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Hilmir Jensson og Lára Jóhanna Jónsdóttir. Þess má geta að dregið verður í hlutverk á sýningardag.

Umsjón með uppsetningu eru Vignir Rafn Valþórsson og Hannes Óli Ágústsson.

Nánari upplýsingar í síma 6990913 (Vignir) eða 6941983 (Hannes).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband