Jörundur besti aukaleikari á landinu.

Hann Jöri okkar tók heim Edduna um daginn.  Að sjálfsögðu. 

 

Hér eftir verður hann aldrei kallaður annað en Eddi Slef.

 

IMG_3692


Hjálp!

Penetreitor_1804529166Okkur vantar húsnæði!  Ef að þú veist um húsnæði sem er 150+ fermetrar og nálægt miðbænum og leigan fáránlega lá, nennir þú þá að láta okkur vita.

Leikhúsferð til Lundúna

uglyonehomepage 

Leikhópurinn leggur land undir fót og heldur til London í þeim tilgangi að sjá uppsetningu Royal Court leikhússins á nýjasta verki Mariusar Von Mayenburg, The Ugly One.

Glöggir lesendur hafa nú eftilvill áttað sig á að hér er um að ræða enska útgáfu af verkinu Der Häßliche sem sýnt verður af Vér Morðingjum í Þjóðleikhúsinu í vor undir heitinu Sá Ljóti.

Gaman af því.  


Myndir úr Bubba Kóngi

bubbi1

bubbi2

bubbi3

bubbi4

bubbi5

bubbi6

bubbi7

 

 


Fréttatilkynning frá Bubba Kóngi

BUBBI KÓNGUR
e. Alfred Jarry
í uppsetningu Vér Morðingja
Ábyrgðarmenn: Vignir Rafn Valþórsson og Hannes Óli Ágústsson.

artFart sviðslistahátíðinni lýkur á stórfenglegri uppfærslu á hinu
klassíska verki Alfred Jarry, Bubba Kóng, en hún verður sýnd á
Menningarnótt kl. 21.30 í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13.

ATH. Aðeins 1. sýning, verður ekki endurtekið!!


Margir kannast við verkið út frá hinni frægu uppsetningu Herranætur á verkinu árið 1969 en þá lék Davíð Oddsson hlutverk Bubba, hinn valdasjúka og geðbilaða kóng sem svífst einskis til að hrifsa sér völd í ríki sínu.

Síðan eru liðin mörg ár og tekur þessi nýja uppsetning upp þráðinn í dag, 38 árum eftir að Bubbi flúði út úr leikritinu og tók völd á Íslandi.

 

Heimurinn sem við mætum er fullur af heimsins ósóma, heimur þar sem algjört virðingarleysi ríkir og allir eru
tilbúnir til að svíkja og pretta til að svala eigin græðgi.

Þar býr Bubbi, fyrrum kóngur en nú undirmaður í sveitum konungs.  Eftir áeggjan
frá Bubbu drottningu sinni og Skaufa höfuðsmanni, brýst Bubbi til valda með því að myrða konunginn og við tekur ógnarstjórn sem einkennist af fjöldamorðum og kúgun á alþýðunni.

En sonur fyrrum konungs, Búgalú, bíður átekta og hyggur á hefndir.

Bubbi og Bubba eru leikin af Hannesi Óla Ágústssyni og Lilju Nótt Þórarinsdóttur, Skaufi er leikinn af Stefáni Halli Stefánssyni og Búgalú er leikinn af Davíði Guðbrandssyni. Vignir Rafn Valþórsson leikur höfundinn, Alfred Jarry sjálfan en hann kemur mikið við sögu verksins.

Einnig koma ógrynni annarra leikara, dansara og annarra listamanna við sögu í uppsetningunni.

Vér Morðingjar vinna þessa sýningu út frá nýrri stefnu sem þeir kalla Víkingaleikhúsið.
Víkingaleikhúsið svífst einskis til að stela og svívirða hvað sem þeim sýnist úr öðrum leiksýningum til að nota í sína eigin sýningar. Enginn er óhultur, ekkert er undir rós, við gerum leiksýningar til að þóknast okkar eigin listræna metnaði án þess að vera feimin við að nýta allar þær hugmyndir sem við getum nappað annað staðar frá.

Við erum leikhúsfólk sem hefur séð allan fjandann, fullt af drasli sem það vill aldrei sjá aftur en einnig góða hluti sem við viljum endurnýta í okkar sýningum.

Við erum ekki að finna upp hjólið, það er löngu búið að því.  Við erum að setja mörg hjól saman og finna þar með upp á nýjum farartækjum sem gætu fleytt okkur inn í framtíðina.

ATH. Aðeins ein sýning!!

Pöntunarsími: 8217987 eða 6990913



Allir að fara á hommana!

Nú fer sýningum að ljúka á leikritinu Heteró Hetjur sem sýnt er á ArtFart hátíðinni.  Mjög auðvelt er að mæla með þessu leikriti sem skrifað er af ungum efnilegum íslenskum höfundi og leikið af enn efnilegri ungum leikurum.  Samleikur Himmana einn er þess virði að fara að sjá.  www.myspace.com/artfarticeland

DRULLA!

1161030093ffd6 

Næsta verkefni Vér Morðingja verður leiksýningin Bubbi Kóngur eftir Alfred Jarry.  Sýnt verður í Smiðjunni (sölvhólsgötu 13) á menningarnótt (18.ágúst) og verður aðeins ein sýning. Sýningin mun reka endahnútin á á ArtFart hátíðina sem nú er í fullum gangi.

"Sýningin er rökrétt framhald á uppsetningu Herranætur árið 1969 og greinir frá hinum valdagráðuga kóngi í hinni nýju heims-og þjóðarmynd okkar tíma." -stendur í sýningaskrá ArtFart og sitja höfundarnir nú sveittir við að sníða þetta aldagamla meistaraverk inní þann ramma. 

Hvað sem gerist þá mun allavega ekki vanta drullu, blóð, gubb og kúk í verkið (var ég búinn að segja drullu?) 

Miðaverð er skitinn 500 kall.

Aðsandendur eru:

Vignir Rafn Valþórsson og Hannes Óli Ágústsson og

Davíð Guðbrandsson, Stefán Hallur Stefánsson, Lilja Nótt o.fl. 


Bubbi Kóngur

18. ágúst

Leikstýran

Allt að gerast.  Kristín Eysteins hefur verið ráðin sem leikstjóri Der Hassliche eða Sá ljóti eins og það heitir á íslensku.  Kristín leikstýrði Penetreitor á sínum tíma og það var geðveikt. 

Það sem meira er að Sá ljóti verður sett upp í Þjóðleikhúsinu.  Meira um það seinna.


Út að borða með Benedict

 benedict

Benedict Andrews var staddur hér á landi fyrir skömmu. Benedict leikstýrði Der Häßliche í Schaubuhne í vetur og er mjög góður vinur Marius Von Mayenburg.  Við settum okkur í samband við hann og fórum út á lífið.  Ræddir voru hinir og þessir möguleikar við uppsetningu á verkinu, hvað þeir ráku sig á og hvað mátti betur fara.  Mjög forvitnilegt. 

Hann sýndi mikinn áhuga á að koma aftur og sjá sýninguna, og að sjálfsögðu draga Mayenburg með sér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband