Penetreitor.

Leikfélagið Vér Morðingjar setti upp síðasta sumar leikritið Penetreitor eftir Anthony Neilson.  Reyndar hafði hópurinn sýnt nokkrar sýningar af verkinu sumarið áður í tenglsum við verkefni sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði Námsmanna.  Verkefnið gekk út á að við, sem leiklistarnemar, unnum heilt leikrit með fólki sem að hefur verið í sömusporum og persónur verksins.  Í þessu tilfelli fólk með geðræn vandamál. 

Við komumst í samband við hóp fólks sem að kallar sig Hugarafl.   Hugarafl er hópur fólks með geðræn vandamál að stríða sem, að eigin sögn, hittist tvisvar í viku til að endurheimta sjálfsvirðinguna, hjálpa og styðja hvort annað í baráttunni við geðræn vandamál.  Það er auðvitað engum blöðum um það að fletta að þetta samstarf var ómetanlegt fyrir okkur sem listamenn og manneskjur.  Að geta átt díalók við einhvern sem að stendur svo nálægt viðfanginu, einhvern sem að talar af eigin reynslu, einhvern sem að hefur upplifað nákvæmlega það sem að gerist í verkinu og vill tala um það, vill miðla sinni sáru reynslu, öðrum til góðs.  Ómetanlegt.

Sýningin var svo sett upp í fokheldu rými Sjóminjasafns Reykjavíkur úti á Granda.  Sýnt var fyrir fullu húsi allt sumarið og má með sanni segja að sýningin hafi slegið í gegn.  En við urðum að hætta vegna þess að Vignir var byrjaður í skólanum, Hallur í Þjóðleikhúsinu og Jörundur í fullt af bíómyndum.  Svo var húsnæðið líka tekið undir framkvæmdir. 

En vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að taka sýninguna upp aftur og munum að öllum líkindum byrja að sýna nú á vormánuðum.  Við vitum bara ekki hvar.

*** 

Höfundur : Anthony Neilson

Þýðing : Vignir Rafn Valþórsson 

Leikarar : Stefán Hallur Stefánsson - Jörundur Ragnarsson - Vignir Rafn Valþórsson

Leikstjóri : Kristín Eysteinsdóttir

Upplýsingar í síma 6990913 - 6617510 - vignirrafn@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband