Fjölmiðlar

GLÆSILEGUR PENETREITOR **** (fjórar stjörnur)
- Þetta er áhrifamikil sýning, vel útfærð í stóru og smáu af vandvirkni og sannfæringu. Það er enginn byrjendabragur á þessari sýningu.
- Þetta er semsagt glæsileg frammistaða hjá ungum listamönnum sem hafa náð föstum tökum á viðfangsefni sínuog skila því með miklum sóma.
- Sýnigin hefur yfirbragð alvöru og erindis sem gaman er að sjá. Áhugamenn um leiklist ættu ekki að láta Penetreitor fara framhjá sér.

Páll Baldvin Baldvinson, DV
________________________________________________________________________

STURLAÐUR STOFULEIKUR-

Umgjörð sýningarinnar er einföld og raunsæ og dregur um leið ekki athygli frá því sem hér er mest um vert, frábærri frammistöðu leikstjóra og leikara.
- Samleikurinn er afar sterkur milli persónana sem hafa mjög meitluð einstaklingseinkenni. Það er sama hvar hvar er borið niður hvergi er að finna veikan punkt.

Sveinn Haraldsson, Morgunblaðinu
_______________________________________________________________________________

"ég er búin að "vera þarna" og rúmlega það. Er gift geðsjúklingi og alkahólista. Það hafði djúpstæð áhrif á heimilislífið að sjá sýninguna og allt búið að vera á reiðiskjálfi síðan þá. Þetta hreyfði við svo mörguog leikritið hefði vel getað gerst í stofunni hjá mér ekki fyrir svo löngu"

Berglind meðlimur í Hugarafli í Morgunblaðinu.

________________________________________________________________________

BYLTING Í ÍSLENSKU LEIKHÚSI?
- Verkefni ungu leiklistarnemanna þriggja virðist hafa slegið í gegn á öllum sviðum
- Verkefnið í heild sinni hefur skilað sér bæði til Hugarafls og út í samfélagið með aukinni umræðu. Fólk talar um byltingu í íslensku leikhúsi og ferska vinda.
_ Aðstandendur sýningarinnar hafa hreyft við samfélaginu, búið til verk sem að enginn horfir á ósnortinn. Það hlýtur að vera besti gæðastimpill sem leikrit getur hlotið.

Ásgeir Ingvarsson, Morgunblaðið.

________________________________________________________________________________ 

 

Sýningar ársins 2006

Af mörgum góðum leiksýningum er Pétur Gautur skýrastur í minningunni (...) Aðrar fínar sýningar (árið 2006) voru Fagnaður Pinters í Þjóðleikhúsinu, Maríubjallan eftir Vasílij Sígarjov hjá Leikfélagi Akureyrar, Sumardagur Jons Fosse í Þjóðleikhúsinu, Penetreitor eftir Anthony Neilson í Sjóminjasafninu (Vér morðingjar), Mr. Skallagrímsson Benedikts Erlingssonar í Borgarnesi og tvö tilraunaverk Jóns Atla Jónassonar, Mindcamp í Hafnarfirði og 100 ára hús hjá frú Emilíu í tjaldi niðri við sjó!

Tímarit Máls og Menningar

________________________________________________________________________________

Strákalíf  

Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is

______________________________________________________________________________

Shock value at Face value

Valgerður Þóroddsdóttir, Reykjavik Grapevine


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband