Af Netinu

Bloggarar landsins tjá sig um sýninguna:

í fyrsta lagi ákvaðum við að lesa ekkert um sýninguna til að gera okkur engar fyrirfram væntingar en vissum samt að þetta væri mjög öðruvísi sýning, soldið gróf. allt í lagi. (...) Þetta leikrit er bara það all svakalegasta sem ég hef nokkurn tímann séð... algjörlega IN YOUR FACE, leikmyndin er ekki upp á sviði heldur eru stólarnir bara alveg að leikmyndinni, það er sungið, dansað, öskrað, slegist, barist um með risa herhníf, hlegið og grátið.. ég skal bara vera hreinskilin, ég labbaði út með hjartað í brókunum!! En, mjög spes leikrit en HRIKALEGA vel leikið. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur og þetta var alveg ótrúlega raunverulegt. Mér finnst það frekar merkilegt að sjá svona ofboðslega góðan leik þar sem leikaranir eru 1-2 metra frá þér. hiklaust myndi ég gefa þeim 10 fyrir leikinn!!
- gyðja.bloggar.is -

...en svo fór ég að sjá Penetreitor og það var frábært, meiriháttar sýning og leikararnir mjög góðir og sannfærandi. Það er langt síðan ég hef farið á svona raunverulega sýningu og ég var lengi að jafna mig á eftir.
- blog.central.is/sigga_birna -

Ef þið eruð komin með leið á því að sjá verk á stóru sviðunum í leikhúsum Íslands, þar sem leikarar horfa ekki á hvern annan þegar þeir tala saman, tala eða gala með skrýtnum talanda út í salinn. Sjá leikrit sem sett eru upp án nokkurar áhættu, svona "eitthvað fyrir alla" drepið í ófrumlegri markaðsetningu og skilur ekkert eftir. Eða glimmerlitaðan söngleik á 3500 sem er lélegri en 1000 kalla söngleikur hjá Versló. Já ef þið eruð komið með nóg af þessu, þá mæli ég með því að þú sjáir Penetreitor.
Ég var að koma af því og var þetta annað skiptið sem ég á þetta. Ég er hætt að fara á þetta rusl á stóru sviðunum. Verð alltaf fyrir vonbrigðum.
- dilja.blogspot.com -

Ég fór í leikhús í gærkvöld á eitt það besta leikrit sem ég hef nokkurn tímann séð. Það var leikritið Penetreitor. Ég vil ekki segja of mikið nema hvað að þetta var mögnuð upplifun og þú munt eiga ótrúlega kvöldstund.
- www.sumarsnjor.com -

Ég hef aldrei orðið eins hræddur í leikhúsi og á þessari sýningu. Þetta var algjört in-your-face-leikhús þar sem nálægð áhorfenda við leikarnana er gríðarlega áhrifamikil. Leikurinn hjá Stefán Halli, Vigni og Jörundi var vægast sagt ótrúlega góður og á einum tímapunkti hélt ég að Stefán myndi skera Vigni á háls í alvörunni með 30 sm stórri sveðju. Besta leikverk ársins, tvímælalaust.
- thorbergson.blogspot.com -


Það nennti enginn með mér á leikritið Penetreitor, því ákvað ég að skella mér einn og yfirgefinn, eftir vinnu og pulsu með öllu. Ég hafði reyndar mátt hringja í fleira fólk en miðað við viðbrögð þeirra sem ég hafði talað við, var ekki mikill áhugi meðal vina minna en mig virkilega langaði að sjá hráa sýningu, einhverja sem er ekki of tilgerðaleg. (...)
Leikritið er um tvo vini sem drekka , dópa og búa saman. Jú, jú, allt er þegar þrennt er. Svo bankar upp á vinur þeirra, sem er geðveikur - og það kemur berlega í ljós.
Leiksýningin byggist einungis á þessum þremur leikurum, sem ein daman sem ég ræddi stuttlega við sagði að væru nýútskrifaðir úr Listaháskólanum. Það hljómar ekki mikið, að byggja heila sýningu á þremur mönnum en vitið hvað? Allt er þegar þrennt er!
Sá er valdi í hlutverkinn á bæði heiður skilinn og gull medalíu, ótrúlega vel að verki staðið. Strákarnir stóðu sig eins og sannkallaðar leiklistarhetjur (eða drullusokkar og aumingjar) og börðu niður sinn eigin persónuleika allt þar til sýningin endaði. Maður trúði hverju orði sem þeir sögðu og elti hvert taugaboð þeirra, hvernig sem það er nú mögulegt. Geðveikin náði virkilegum tökum á manni! Og hún hefur ekki enn losað takið. Ég get vel ímyndað mér að sýningin varpi raunsærra mynd af geðveiki.
En á sýningunni sest maður í tilfinningalegan rússíbana. Maður keyrir alla leið upp í skýin, ýmist hlægjandi eða brosandi. Því næst, þegar maður á síst von á, steypist kerran á bólakaf og geðhræringin syndir frá maganum og upp í heila, hún reynir að brjótast út en getur það ekki og situr því í manni, heillengi, þar til hún lognast út af. Eða ég vona það...eins og lesa má á milli línanna, situr verkið enn í mér og þannig vil ég hafa það. Já, sýningin var átakanlega góð.
- lifeofwong.com -

Svo fór ég í leikhús í gær, alveg magnað leikrit... það heitir Penetreitor og alveg geggjað! Það eru þrír leikarar allir karlkyns og þeir eiga alveg frábæran leik... þeir syngja, dansa, dópa, grenja, slást og fróa sér alveg eins og maður sé ekki þarna... Þegar maður labbar inn í leikhúsið þá þurfti maður að labba í gegnum sviðið til að komast að sætunum og það fannst mér töff. Það eina sem mér fannst að þessu var hvernig sætunum var raðað... það er alltaf haus fyrir framan haus... þannig að maður missti af stundum. Þetta er sýning til styrktar B.U.G.L. og meira að segja borgarstjóri Reykjavíkur var staddur þarna og frægur sálfræðingur... en fólk... þetta er snilldar leikrit! Farið á þetta!!!!! Linkur um þetta og annar hér kostar bara 2.000 kjell á þetta... og þið eruð að styrkja gott málefni og sjá klikkað gott leikrit!
- www.123.is/astas -

Penetreitor er frábær sýning, sem heldur áhorfandanum í heljargreipum allan tímann. Gestir sitja mjög nálægt leiksviðinu, og þurfa raunar að ganga yfir svðið til að komast í sætin, og þessi nálægð eykur á upplifunina. Penetreitor fjallar í stuttu máli um tvo vini sem deila íbúð og þriðja vin þeirra, sem kemur óvænt í heimsókn og virðist eiga við geðræn vandamál að stríða og heldur þeim í raun í gíslingu. Dramatíkin og spennan er á tíðum óbærileg og ungu leikararnir þrír, Jörundur, Stefán Hallur og Vignir sýna allir stórleik, þó Jörundur sé líklega fremstur meðal jafninga.   

- leikhus.blog.is -

Var að koma af einni bestu leiksýningu sem ég man eftir. Hún var átakanlega góð!
Leikritið var sýnt í sjóminjasafninu og leikið af þrem leikurum sem voru að útskrifast úr Listaháskólanum. Þegar maður gekk inn í salinn gekk maður í gegnum sviðið sem var frekar töff, og var maður því strax kominn inn í leikritið. Leikritið fjallaði um tvo stráka sem bjuggu saman, drukku og dópuðu og rúnkuðu sér. En allt er þegar þrennt er og þriðji karakterinn kom inn og sást strax að hann var greynilega geðveikur.
Verkið var mjög hrátt og var maður í næstum átakanlega miklum tengslum við leikarana í gagnum all verkið. Maður gekk í gegnum allan skalann, fyrst var þetta ýkt skemmtilegt og fyndið en allt í einu háalvarlegt. Leikurinn var ólýsanlega góður, og þegar þeir komu að hneigja sig þá voru þetta bara engan veginn sömu menn. Söguþráðurinn var ýkt áhrifaríkur og ég bara á ekki til orð
ég segi nú bara HALELÚJA og bíð ýkt spennt að sjá meira frá þeim

-rosaomars.blogspot.com -

ÉG skellti mér á leikrit í gær  þar sem leiklistanemar voru með leikrit sem fjallar um þrjá vini og allir eru þeir að glíma við eitthvað. Það fjallar um einelti, geðsjúkdóma og fleira. Verkið heitir Penetreitor og tókst það frábærlega vel til. ÉG man ekki eftir því að hafa skemmt mér svona vel. Leikararnir voru svo sannfærandi og verulega góðir leikarar  að það leið ekki sú stund að maður missti einbeitinguna eða leiddist. Þetta var grátlegt, skemmtilegt, sorglegt og ógnandi allt í bland. Síðasta sýningin er í kvöld og ef það eru miðar lausir og ef þið hafið tíma er þetta tækifæri sem þið ættuð ekki að sleppa.

-blog.central.is/adaltutturnar

Ekki má svo gleyma Penetreitor sem er besta leiksýning EEEVER. Þar eru á ferðinni þeir Viggi, Hallur og Jörundur. Það má enginn láta þá sýningu framhjá sér fara. ENGINN

- http://www.myspace.com/fraegdogframi 

Sá Penetreitor sem er bara ein af leikhúsupplifunum ársins! Shit hvað þetta var góð og vel unnin sýning og ógeðslega voru stákarnir þrír góðir! Er enn í dag stundum að detta inn í pælingar um þessa sýningu....

-jennzla.blog.is/blog/jennzla/

Frá því að ég bloggaði síðast hef ég:

- séð eina bestu leiksýningu sem ég hef séð lengi, Penetreitor
- staðið upp og klappað af mér húðina í leikhúsi

- www.karaokequeens.blogspot.com/

Jæja. í gær fór ég í Sjóminjasafnið á leikrit sem heitir PENETREITOR og það var fokking magnaðasta reynsla sem ég hef upplifað í margar vikur. Þetta var geðsjúk sýning og aumingja þið sem misstuð af henni því þetta var seinasta sýningin. Hún fjallaði um rúnk, rassa, homma, nauðganir, þvott og ýmislegt fleira. Samfélagsádeila í sinni fallegustu mynd.
Sýningin fær fimm hunda af fimm mögulegum. Eða fjórum. 

- bexder.blogspot.com/

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband